Frétt um almannavarnarnefnd

september 12, 2018
Featured image for “Frétt um almannavarnarnefnd”

Almannavarnanefnd Vesturlands kom saman föstudaginn 31. ágúst sl. í Borgarnesi. Fundurinn var fyrsti fundur sameinaðrar almannavarnarnefndar, en áður voru almannavarnanefndir þrjár á Vesturlandi. Nefndina skipa oddvitar, sveitar- og bæjarstjórar sveitarfélaganna á Vesturlandi auk lögreglustjóra Vesturlands, yfirlögregluþjóns og slökkviliðsstjóra. Á fundinum var Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, kosinn formaður nefndarinnar og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, varaformaður. Á fundinum var rætt um skipulag nefndarinnar og voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt væri að nefndin hefði starfsmann. Meðal annars liggur fyrir að aðkallandi sé að uppfæra áhættumat og viðbragðsáætlanir hjá sveitarfélögunum.


Share: