Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 30. júní

júní 30, 2008
Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta þriðja tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju og er nú stútfullt af efni. Það er þó ólíkt fyrri fréttabréfum þar sem þrír af föstu liðum bréfsins eru ekki með í þetta sinn. Þeir eru fréttaritari úr sveitinni, ljóð frá íbúa og kynning á sveitarstjórnarfulltrúa. Tveir af þessum liðum snúa til baka á haustmánuðum.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.


Share: