Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 23. október

október 23, 2008
Ellefta tölublaði Fréttabréfs Borgarbyggðar verður dreyft í dag, 23. október 2008. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er næsta blað væntanlegt um miðjan desember. Meðal efnis í þessu tölublaði er pistill á fosíðu sem ber yfirskriftina ,,Stöndum saman“, þar sem segir m.a. að sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsfólk sveitarfélagsins muni leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins í þeirri efnahagslægð sem nú herjar á. Auk þess er t.d. fjallað um veitingu umhverfisviðurkenninga, dýravernd, fráveituframkvæmdir og merkingu gamalla húsa.Á baksíðunni er tilkynning um söfnun á rúlluplasti og þess óskað að bændur láti vita fyrir 10. nóvember hvort og hvenær þeir hyggist nýta sér þjónustana.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.
 
 

Share: