Blóðtökusett Páls Blöndal_SE |
Tildrög þessarar heimsóknar var sú að kennarinn sem kennir þetta námskeið, Rúna Guðmundsdóttir miðaldafræðingur, heimsótti sýninguna Börn í 100 ár í sumar og rakst þar á afar sjaldgæft og heilt blóðtökusett. Út frá þessu spunnust umræður þar sem kennarinn barmaði sér yfir því að hvergi á Íslandi væri til safn sem hægt væri að heimsækja sem tileinkað væri læknisfræði og að hana skorti oft áþreifanlega hluti til að sýna nemendum. þar með þróaðist þessi hugmynd um heimsóknina og var umræddur kennari ákaflega þakklátur fyrir vikið.
Eftirtalinn fróðleikur er um Pál Blöndal í Borgfirskum æviskrám: Páll Jakob Björnsson Blöndal f. 27. des., d. 16. jan. 1903. Foreldrar hans voru Björn Auðunsson Blöndal, sýslumaður í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Páll var stúdent frá Reykjavíkurskóla 1861 og kandídat í læknisfræði 1868. Varð hann þá sýslulæknir í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum og hélt því til 1901. Fyrst sat hann í Guðrúnarkoti á Akranesi, síðan á Lundum í Stafholtstungum, og á Hvítárvöllum í Andakíl til 1874 en keypti þá Stafholtsey í Bæjarsveit og bjó þar til dánardags. Hann var valmenni sem veitti hverju góðu máli lið, var lengi fulltrúi Andkílinga í sýslunefnd.
Kona hans var Elín Guðrún Jónsdóttir f. 9. ágúst 1841, d. 28. maí 1934. Hún var dóttir Jóns Thoroddsen sýslumanns og skálds og Ólafar Hallgrímsdóttur Thorlacius frá Hrafnagili í Eyjafirði. Börn Páls og Elínar: Guðlaug Ragnhildur f. 24. maí 1871, d. 2. júní 1880 og Jón f. 20. nóv. 1873 læknir í Stafholtsey. Fyrri kona Jóns var Sigríður M. Björnsdóttir og seinni kona Vigdís Gísladóttir.
Heimildir: Bæ.VIII:400-1.
Ljósmynd: blóðtökusett Páls Blöndal: Sigrún Elíasdóttir