Frá Reykholtskirkju

október 29, 2009
Vegna útfarar Flosa Ólafssonar frá Reykholtskirkju laugardaginn 31. október næstkomandi falla tónleikar kvennakórsins Vox feminae niður en þeir voru fyrirhugaðir í Reykholtskirkju þann dag. Kórinn mun syngja við messu í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember, á Allra heilagra messu. Að messu lokinni mun kórinn flytja hluta efnisskrár sinnar en á efnisskránni eru trúarleg verk eftir íslensk tónskáld.
 

Share: