Í gær fimmtudaginn 15. maí stóð sveitarfélagið Borgarbyggð fyrir kynningarfundum á vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir Borgarbyggð. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að þessu verkefni undir leiðsögn Hólmars Svanssonar rágjafa hjá Capasent ráðgjöf og hafa um 50 aðilar, kjörnir fulltrúar, starfsmenn og íbúar komið að þessari vinnu.
Meðfylgjandi er kynningarefni frá fundunum. Íbúum kemst kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar á þau drög að framtíðarsýn sem nú þegar liggja fyrir til sveitarfélagsins á netfanginu borgrbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní n.k.. “
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir