Í byrjun árs voru gerðar breytingar á húsnæði slökkvistöðvar á Sólbakka 15 í Borgarnesi. Ljóst var að húsnæðið í þáverandi mynd gæti ekki hýst nýja körfubílinn og því þurfti að gera breytingar á húsnæðinu. Frá því að körfubíllinn var keyptur frá Svíþjóð vorið 2019 hefur hann staðið úti eða verið geymdur í leiguhúsnæði.
Búið er að hækka þakið svo hægt er að koma körfubílnum inn í húsnæði slökkviliðsins. Það var því ánægjuleg stund þegar Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri sótti bílinn til Völundar Sigurbjörnssonar á Sólbakka 27 og kom honum inn í varanlegt húsnæði.