Sunnudaginn 4. maí mun Magnús Daníel Einarsson ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar með framhaldsprófstónleikum í Borgarneskirkju kl. 16:00.
Magnús Daníel hefur stundað píanónám hjá Zsuzsönnu Budai og mun hann meðal annars flytja verk eftir Bach, Beethoven og Chopin.
Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.