Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar

apríl 6, 2009
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir nú útboð á rekstri tjaldsvæða og sundlaugar. Óskað er eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðanna í Borgarnesi og á Varmalandi og rekstur sundlaugarinnar á Varmalandi.
Möguleiki er að sami aðili geti boðið í einn eða fleiri útboðsþætti.
Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2009. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
 

Share: