Fræðsluskilti í Einkunnum

október 31, 2008
Lokið er uppsetningu fimm veglegra fræðsluskilta í fólkvangnum Einkunnum.
Tvö þeirra eru almenn upplýsingaskilti með gönguleiðakorti. Hin fjalla um náttúrufar á svæðinu, eitt um fugla og tvö um plöntur. Fjórða náttúrufarsskiltið sem lýsir lífríki Álatjarnar verður sett upp þegar framkvæmdum við bílastæði, göngustíg, áningastaði og bryggju er lokið við Álatjörn, en skiltið á að standa við bryggjuna. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum við Álatjörn verði lokið á þessu ári. Gerð fræðsluskiltanna var styrkt myndarlega af Menningarráði Vesturlands.
 
Umsjónarnefnd Einkunna og umhverfis- og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar höfðu alla umsjón með verkinu og sáu um, að afla gagna, textavinnslu og þýðingu. Þórður Þórðarson hjá Landlínum sá um gerð gönguleiðakorts. Hönnun skiltanna var í höndum Einars Guðmanns hjá Umhverfisstofnun. Merking ehf. sá um smíði skiltanna. Sjálfboðaliðasamtökin BTCV undir stjórn Chas önnuðust uppsetningu.
Sjá má útlit skiltanna neðst á meðfylgjandi vefsíðu. Sjá hér.
 
Mynd: Björg Gunnarsdóttir (Horft frá Syðri-Einkunn í átt að Borgarnesi og Hafnarfjalli)

Share: