Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20.30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra:
Með glimmer á rassinum
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það skiptir máli að ræða þessi mál opinskátt.
Rafrænt uppeldi
Sólveig Karlsdóttir frá SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) ræðir um notkun barna og unglinga á samfélagsmiðlum og interneti. Til umfjöllunar verður m.a. siðferði á netinu, rafrænt einelti, haturstal, netboðorðin, friðhelgi einkalífsins, nettæling og netfíkn. Hvernig geta foreldrar brugðist við?
Neysla unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum
Lögreglan mætir með fíkniefnahundinn Nökkva og sýnishorn af neyslutólum, kynnir stöðuna í rannsóknum fíkniefnamála og hvernig má merkja vísbendingar um fíkniefnanotkun.
Allir velkomnir.
Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð