Fræðsludagur starfsfólks íþróttamiðstöðva

maí 30, 2008
Miðvikudaginn 28. maí var haldinn sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og Akranesi ásamt flokksstjórnendum vinnuskóla þessara sveitarfélaga. Góðir fyrirlestrar voru fluttir, m.a. frá Alþjóðahúsi um fjölmenningarsamfélagið og nýbúamál þar sem Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar var með góða kynningu. Eftir hádegi flutti Inga Stefánsdóttir sálfræðingur fyrirlestur um unglingsárin og breytingar á því æviskeiði og þær aðferðir sem hvað best virka til að mæta umgengni við þennan aldurshóp.
Þetta er annað árið í röð sem yfirmenn íþrótta- og æskulýðsmála Borgarbyggðar og Akraness slá upp sameiginlegu námskeiði fyrir starfsmenn sína í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Samstarf þetta er til fyrirmyndar og er sérstaklega styrkt af Starfsmenntaráði Vinnumálastofnunar. Svala Hreinsdóttir verkefnastjóri Akranesi fær sérstakar þakkir fyrir að halda utan um undirbúning námskeiðsins.
 
Myndir: Indriði Jósafatsson.

Share: