Ásthildur Margrét Gísladóttir sérfræðingur hjá Betri svefn verður með rafrænan fyrirlestur á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20:00.
Fyrirlesturinn ber heitið svefn og svefnvenjur barna og ungmenna og er fyrir foreldra/forráðamenn barna í Borgarbyggð.
Fjallað er meðal annars um svefn og svefnsleysi, áhrif á lífstíl og heilsu, ráð við góðum nætursvefni og helstu úrræði við svefnvanda.
Fyrirlesturinn fer fram á Teams og hægt er að tengjast fræðslunni með því að ýta á eftirfarandi hlekk:
Smelltu hér til að komast inn á fundinn