Frá Björgunarsveitunum – Landsæfing framundan

september 19, 2013
Blundar í þér leikari eða viltu aðstoða við skemmtilega æfingu?
Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fer fram laugardaginn 12. október næstkomandi og verður að þessu sinni í Borgarfirðinum.
Það eru björgunarsveitir hér á svæðinu sem skipuleggja æfinguna. Búast má við um eða yfir 200 björgunarsveitarmönnum á æfinguna. Æfing sem þessi er gríðarlega umfangsmikil og byggir á ýmiskonar verkefnum sem leyst verða aftur og aftur af mismunandi hópum.
Óskað er eftir „sjúklingum“ til að taka þátt í æfingunni – við þurfum ekki lasið fólk, heldur einhvern til að leika fólk í neyð og láta bjarga sér. Æfingin stendur frá kl. 8.00 um morguninn og lýkur um kl. 17.00. Gera má ráð fyrir einhverjum undirbúningstíma áður en æfingin hefst(förðun).
Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið endilega hafi samband við Sæunni Kjartansdóttur hjá Björgunarsveitinni Heiðari í síma 866 4073.
Björgunarsveitirnar
 

Share: