Frábær forvarnarfræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra í Óðali !

desember 4, 2002
Þriðjudaginn 4. des s.l. fóru nemendur á unglingastigi grunnskólanna í Borgarbyggð í gegn um fræðslu á vegum Lögreglunnar í Borgarbyggð, Félagsþjónustunnar í Borgarbyggð, grunnskólanna í Borgarbyggð, Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar og Marita á Íslandi.
Þema fræðslunnar var: “Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar”.
Fundur um kvöldið fyrir foreldra og kennara barna í 8. – 10. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar “Hættu áður en þú byrjar” var vel sóttur og fór Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi á kostum þegar hann fræddi fólk um heim fíkniefna og nýjar hættur sem nú blasa við.
Theodór Kr. Þórðarson lögregluvarðstjóri mætti á fundinn með tæki og tól sem notuð eru til fíkniefnaneyslu og sýndi foreldrum.
Þessi fundur er styrktur af Borgarfjarðardeild Rauða Krossins og henni er þakkaður stuðningurinn.
Fleiri foreldrar hefðu mátt láta sjá sig á þessum gagnlega fræðslu og upplýsingafundi.
 
Myndin sýnir foreldra skoða tæki og tól til fíkniefnaneyslu.
i.j.



Share: