Þessir ungu knattspyrnuáhugamenn úr Grunnskólanum í Borgarnesi bönkuðu upp á hjá bæjarstjóra Borgarbyggðar síðastliðinn mánudag og afhentu honum undirskriftarlista þar sem farið var fram á að framkvæmdum við fyrirhugaðan gervigrasvöll á grunnskólalóðinni yrði flýtt.Undirskriftunum höfðu þeir safnað meðal bekkjarfélaga sinna í 4. bekk og fleiri áhugamanna um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fjórmenningarnir fengu þau svör hjá bæjarstjóra að ekki væri fjárveiting í framkvæmdirnar á þessu ári en að strax á því næsta yrði tekið til óspilltra málanna.