Þá er komið að því !
Hið árlega Æskulýðsball 14 skóla af Vesturlandi er í kvöld á Hótel Borgarnesi.
Það er félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag G.B. sem skipuleggur þessa unglingahátíð. Um 450 unglingar mæta til leiks að þessu sinni og hefst dagskrá kl. 20.oo með kvöldvökuatriðum frá öllum skólum. Því næst stígur hin landsfræga hljómsveit Papar á stokk og heldur uppi stuðinu til miðnættis ásamt nokkrum unglingahljómsveitum úr þessum skólum. Þetta er í 11 skiptið sem þessi hátíð er haldin og hefur þetta alltaf farið vel fram og verið án vímuefna enda er „gleðin besta víman “ Þema kvöldsins er kántrý !
ij