Forvarnar- og æskulýðsball

nóvember 11, 2002
Fimmtudaginn 14. nóvember n.k. verður hið árlega Forvarnar- og æskulýðsball Óðals og N.F.G.B. haldið í Hótel Borgarnesi.
Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi.
Það verða unglingar frá 13 nágrannaskólum sem koma í heimsókn til okkar og eru miðar aðeins seldir í forsölu.
Dagskrá hefst kl. 20:00 á fræðslumyndbandi og kvöldvöku.
Á kvöldvökunni verða skemmtiatriði frá skólunum.
Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur svo fyrir dansi og stendur ballið til miðnættis. Sjoppan verður opin. Snyrtilegur klæðnaður.
Öll notkun áfengis eða vímuefna er auðvitað stranglega bönnuð.
ij

Share: