Forvarnar- og æskulýðsball

nóvember 28, 2001

Árlegt æskulýðsball verður haldið á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 29. nóv.

Að þessu sinni er metþátttaka en það verða um 300 hressir unglingar frá tíu skólum sem koma til með að skemmta sér án vímuefna þetta kvöld. Í fyrsta skipti koma inn í hópinn unglingar frá Stykkishólmi og Grundarfirði og bjóðum við þau velkomin í hópinn. Unglingar úr Búðardal koma einnig en þeir sem koma lengst að koma alla leið frá Hólmavík.
Dagskráin hefst með fyrirlestri frá Geðvermd um líðan unglinga í nútímaþjóðfélagi og ráð til að verjast öllum þeim áreitum sem sækja að ungu fólki í dag.
Hver skóli verður með skemmtiatriði og að lokum leikur ein vinsælasta hljómsveit landsins Írafár fyrir dansi til miðnættis.
Það er félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag G.B.sem standa að vanda að forvarnardegi þessum en það er einmitt á þessum nótum sem unglingarnir sjálfir vilja sjá forvarnarstarfið virka.


Share: