Forvarnarfundur fyrir foreldra í Óðali

desember 4, 2003
 
Fjölmenni var á foreldrafundi um vímuvarnir í Félagsmiðstöðinni Óðali sem Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar stóð fyrir í gærkvöldi.
Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi
Fyrirlesari var Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi Maríta samtökunum sem fyrr um daginn hafði spjallað við unglinga í grunnskólum sveitarfélagsins ásamt Kristjáni Inga fulltrúa frá lögreglunni. Á fundinum var margvísleg fræðsla og upplýsingar til foreldra.
Fram kom að fíkniefni eru seld í Borgarbyggð. Við verðum því öll að átta okkur á að mikilvægt er að gefa lögreglu strax vísbendingar um neyslu eða sölu vímuefna í stað þess að ræða málin í eldhúskrókum.
Talhólf fyrir upplýsingasím um fíkniefnamál og afbrot hjá lögreglunni er 871-1166
En í stuttu máli þeir foreldrar sem ekki mættu misstu af góðum fundi.
Texti: i.j.
Mynd: gve

Share: