Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema Forvarnardagsins, sem í ár voru leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina.
Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaun þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir, nemendur við Grunnskólann í Borgarnesi. Í flokki framhaldsskólanema komu þau í hlut Elísabetar Ingvarsdóttur sem er í Framhaldsskólanum á Húsavík.