
Námskeiðið nýtist sérstaklega vel þeim sem eru að temja sín tryppi sjálf og einnig þeim sem senda sín tryppi í frumtamningu en með því að fortemja tryppin áður en þau eru send í tamningu má ná niður kostnaði. Einnig má gera alla almenna vinnu við tryppin (ormalyfjagjafir, hófhirðu og fl.) þægilegri og ánægjulegri með því að fortemja þau. Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs og sýnikennslu.
Kennari: Anton Páll Níelsson, reiðkennari og tamningamaður.
Staður og stund: 24. október, klukkan 10:00 – 16:00 (7 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði.
Verð: 8000 kr. Innifalið kennsla og veitingar í hádegi.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000.