Fornbíla- og samgöngusafn

mars 22, 2011
Frá undirbúningshópi:
Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar verið að huga að stofnun Samgöngusafns í héraðinu. Nú stendur til að stofna félag um fornbíla og samgöngusafn í Borgarfirði og stofnfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 19.30. Fundurinn verður í tilvonandi húsnæði félagsins í kjallara gamla sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi. Allir áhugamenn um gamla bíla og samgöngur í Borgarfirði eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og stofnun félagsins.
 
 

Share: