Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna- og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir.
Reglur:
Hér koma reglur um styrkveitingar vegna aksturs barna búsett í dreifbýli sem stunda reglulega skipulegar íþróttaæfingar á vegum félagssamtaka í Borgarbyggð.
Markmið með reglum þessum er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar barna og unglinga í dreifbýli til íþróttaiðkunar.
1. gr.
Styrkir eru greiddir vegna barna/unglinga á aldrinum 6-16 ára er hafa átt lögheimili í Borgarbyggð sl. 6 mánuði áður en umsókn er skilað inn.
2. gr.
Til að eiga rétt á styrk þarf að framvísa á skrifstofu Borgarbyggðar:
– Akstursdagbók
– Kvittun fyrir æfingagjöldum.
– Staðfestingu frá íþróttafélagi og/eða deild, þar sem fram kemur að æfingar eru stundaðar í amk. 12 skipti yfir árið.
3. gr.
Aðeins er greiddur einn styrkur á heimili á ári, óháð fjölda barna.
4. gr.
Styrkirnir ná til skipulagðra íþróttaæfinga sem stundaðar eru innan sveitarfélagsins.
5. gr.
Ekki er greitt til íbúa sem búa innan 10 km ( aðra leið ) frá æfingastað.
6. gr.
Upphæð styrks skal vera:
a. Fyrir íbúa sem búa í 10-19 km fjarlægð greiðast kr. 16.000 á ári.
b. Fyrir íbúa sem búa í 20-29 km fjarlægð greiðast kr. 25.000 á ári.
c. Fyrir íbúa sem búa í 30 km fjarlægð eða meira greiðast kr. 37.000 á ári.
7. gr.
Styrkir eru greiddir út einu sinni á ári, í desember, að undangenginni auglýsingu frá Borgarbyggð þar um.
8. gr.
Gera skal ráð fyrir styrkjum á fjárhagsáætlun málaflokksins íþrótta- og æskulýðsmál.
9. gr.
Reglur þessar gilda til reynslu í eitt ár frá 1. janúar 2002—31 desember 2002 og skulu endurskoðaðar í lok þess árs.
10. gr.
Tómstundanefnd í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er ábyrg fyrir framkvæmd og endurskoðun þessara reglna.
Greinargerð:
Hér er um að ræða skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka, ekki einstaklinga.
Undir skipulagðar íþróttaæfingar fellur starfsemi Umf. Skallagríms, Hmf. Skugga, Golfklúbbs Borgarness, Íþróttafél. Kveldúlfs, Umf. Stafholtstungna, Umf. Björns Hítdælakappa, Umf. Egils Skallagrímssonar, UMSB og Hmf. Faxa innan Borgarbyggðar.
Ekki er greitt fyrir æfingar eða námskeið á vegum einstaklinga eða utanaðkomandi félaga.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi