Foreldradagurinn 2013 í Hjálmakletti

nóvember 18, 2013
Heimili og skóli – landssamtök foreldra munu þann 22. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna?
Foreldradagur Heimilis og skóla verður nú haldinn í þriðja sinn og er markmiðið nú sem endranær að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið verður upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir í víðu samhengi. Hvernig geta foreldrar stuðlað að forvörnum? Hvernig geta foreldrar tekið á einelti, netfíkn, vímuefnavanda og öðrum erfiðleikum? Sjá auglýsingu hér.
Frír aðgangur og skráning á heimiliogskoli.is og facebook.
 
Dagskrá
12:00-12:10 Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, setur Foreldradaginn.
 
12:10-13:00 Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, kynnir nýjar niðurstöður frá Rannsóknum og greiningu og Jóna Karen Sverrisdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, kynnir helstu niðurstöður nýrrar SAFT könnunar 2013.
 
13:00-14:00 Málstofur – þátttakendur geta valið úr þremur málstofum:
I. Netfíkn og hegðun á netinu.
Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur.
II. Einelti. Hvernig má koma í veg fyrir það og hvernig skal bregðast við?
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og ráðgjafi í fagráði eineltismála í grunnskólum – Gegn einelti.
III. Forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu, viðvörunarmerki og viðbrögð.
Guðrún Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi.
 
14:00-14:30 Samantekt og umræður.
 
14:30-15:00 Kaffi, léttar veitingar og spjall.
 
Fundarstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
 

Share: