Fm Óðal 101,3 hefst þriðjudaginn 9. des. n.k.

desember 3, 2003
 
Útvarpið hefst þriðjudaginn 9. desember og því lýkur með lokahófi þátttakenda í beinni útsendingu föstudaginn 13. desember kl. 23.oo
Fjölmargir koma að handritagerð og flutningi enda er boðið upp á þetta sem hluta af námi í flestum eldri bekkjanna í Grunnskólanum. Yngri bekkir eru auðvitað með sína þætti og án efa bíða margir spenntir að heyra afraksturinn í útvarpinu.
Fréttastofan og íþróttir verða á sínum stað með fróðleik úr héraði.
Pallborðsumræður með framámönnum sveitarfélagsins verða á sínum stað í hádeginu á föstudeginum 13. des. þar sem menn verða spurðir í beinni útsendingu af fréttamönnum útvarpsins um fjárhagsáætlun næsta árs.
 
Ætlunin er að kanna hve margir hlusta á útvarpið með því að gera hlustendakönnun á meðan á útsendingum stendur.
Einnig er ætlunin að tengja útsendinguna við heimasíðu Óðals þannig að allir geti hlustað hvort sem þeir eru staddir til sjávar eða sveita nú eða skólafólk erlendis.
Myndin sýnir útvarpshópinn sem var við undirbúning í Óðali í dag.
ij

Share: