Flugeldasala björgunarsveitanna

desember 27, 2010
Björgunarsveitir í Borgarbyggð verða að vanda með flugeldasölu nú fyrir áramótin. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitin Ok verður með flugeldasölu í húsi Bútæknideildar á Hvanneyri og í Blómaskálanum á Kleppjárnsreykjum. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák verða með sína sölu í Pétursborg í Brákarey.
Opnunartímar eru sem hér segir:
 
Brák og Heiðar:
Í Pétursborg, Brákarey:
Þriðjudaginn 28. des. kl. 13:00-19:00
Miðvikudaginn 29. des. kl. 13:00-19:00
Fimmtudaginn 30. des. kl. 13:00-22:00
Á gamlársdag 31. des. kl. 10:00-16:00
Á Þrettándanum 6. janúar kl. 13:00-16:00
 
Björgunarsveitin Ok:
Í húsi Bútæknideildar á Hvanneyri
Miðvikudaginn 29. des. kl. 12.00 – 22.00
Fimmtudaginn 30. des. kl. 12.00 – 22.00
Á galmársdag 31. des. kl. 11.00 – 16.00
Í Blómaskálanum á Kleppjárnsreykjum:
Fimmtudaginn 30. des. kl. 12.00 – 22.00
Á galmársdag 31. des. kl. 11.00 – 16.00

Share: