Flokkun í sorpgáma

nóvember 17, 2011
Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir um að vanda betur flokkun í sorpgáma á grenndarstöðvum í Borgarbyggð. Það er sveitarfélaginu mjög dýrt að þurfa að láta flokka sorpið úr gámunum. Því er fólk vinsamlega beðið um að virða merkingar og flokka rétt í gámana. Í járnagám á bara að fara járn, í timburgám á bara að fara timbur. Í almennt sorp á bara að fara heimilissorp. Ísskápar, dýnur, frystikistur, bíldekk, spilliefni, dýrahræ, rafgeimar ofl eiga að fara á gámstöðina við Sólbakka.
Það er hagur allra íbúa að við náum kostnaði niður eins og mögulegt er. Tökum nú höndum saman og göngum betur um gámasvæðin og vöndum okkur við flokkunina!
 
 

Share: