Undanfarið hefur það aukist að flokkun íbúa í grænu tunnuna er ekki samkvæmt reglum Íslenska Gámafélagsins. Svartir eða ógegnsæir pokar flokkast sem sorp og eru ekki opnaðir eða settir inn á flokkunarlínuna hjá fyrirtækinu. Það sem kemur í ógegnsæum pokum fer því í sorp.
Verktakinn áskilur sér rétt til að tæma ekki grænar tunnur þar sem ekki er flokkað rétt.
Allt hráefni sem fer í grænu tunnuna þarf að vera í GLÆRUM pokum eða alls ekki í pokum.
Borgarbyggð hvetur íbúa til að huga að þessu, enda er það mikil sóun á vinnu við flokkun og hráefni til endurvinnslu ef þetta fer í sorp.
Leiðbeiningar um flokkun í grænu eru einfaldar og aðgengilegar hér.