Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar 2013

mars 25, 2013
Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða
flokksstjóra fyrir sumarið 2013
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 8 vikur eða frá 3. júní til og með 26. júlí. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launarnefndar sveitafélaga.
Vinnustaðurinn er tóbakslaus.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu sveitarfélagsins að Litla-Hvammi í Reykholti en einnig má nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar gefa Sigurþór Kristjánsson verkstjóri vinnuskólans í síma 892-7970 eða á netfangið sissi@borgarbyggd.is og Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs í síma 433-7100 eða á netfagnið jokull@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 3. maí n.k.
Jökull Helgason
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
 
 

Share: