Fjör í skólabúðum á Reykjum

janúar 27, 2014
Dagana 13.-17. janúar voru nemendur 7. bekkja grunnskóla í Borgarbyggð í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Þar unnu krakkarnir verkefni sem meðal annars tengdust fjármálum, íþróttum og náttúrufræði. Um 100 krakkar voru í Reykjaskóla þessa viku en auk Borgfirðinganna voru krakkar frá, Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Laugagerðisskóla, Auðarskóla og Árskóla. Í Reykjaskóla mynduðust góð tengsl milli nemenda og varð mikil og góð blöndun á milli skóla. Lagður var grunnur að vináttu sem vonadi mun haldast. Framkoma og hegðun hópsins þótti til fyrirmyndar í alla staði.
 
 

Share: