Fjórar grenndarstöðvar í Borgarbyggð, sem ekki eru í nálægð við sumarhúsabyggð nema aðgengi sé gott í aðra grenndarstöð skammt frá, verða fjarlægðar á næstu dögum.
Þetta eru eftirfarandi stöðvar:
-Stöðin við Jörfa.
-Stöðin við Hvítárbakka.
-Stöðin við Kaldármela.
-Stöðin við Síðumúla.
-Síðan verður fjarlægður einn af gámunum við Tungulæk.
Þá eru enn eftir 22 grenndarstöðvar af þeim 40 sem voru í sveitarfélaginu auk flokkunarstöðvarinnar við Sólbakka. Stöðvunum verður ekki fækkað meira fyrr en búið er að koma upp flokkunarkörum á sumarhúsasvæðunum. Stefnt er að því verði lokið fyrir mánaðarmótin apríl-maí 2015.