|
Auður og Sigurlaug_gj |
Meðal fjölmargra ljósmynda á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi Borgarfjarðar er falleg mynd af 11 ára tvíburastelpum, tekin fyrir rúmlega sextíu árum. Svo skemmtilega vildi til í síðustu viku að þær sóttu sýninguna heim og var þessi mynd þá tekin. Frá vinstri má því hér sjá tvöfalt: Auður og Sigurlaug Árnadætur. Systurnar voru í stórum hópi eldri borgara af Akranesi sem skoðaði sýninguna. Voru þau sérlega kærkomnir gestir því starfsfólki Safnahúss gafst færi á mikilvægri heimildaskráningu, enda þekktu margir í hópnum vel til er varðaði myndefni. Mikið af myndunum á sýningunni er af Skaganum, enda var á sínum tíma unnið að henni í góðu samstarfi við Ljósmyndasafn Akraness á grundvelli menningarsamnings sem í gildi er á milli Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar.