Fjölmenn þrettándagleði

janúar 7, 2014
Fjölmenni var á þrettándagleði í Englendingavík á sunnudaginn þar sem íbúar Borgarbyggðar skemmtu sér saman, hlýddu á tónlistaratriði og gæddu sér á smákökum og rjúkandi kakói. Hápunktur samkomunnar var glæsileg flugeldasýning í boði Borgarbyggðar og björgunarsveitanna Brákar og Heiðars.
Myndina tók Kristín Jónsdóttir.
 

Share: