Fjölmenni á íbúafundi í Borgarnesi

janúar 30, 2020
Featured image for “Fjölmenni á íbúafundi í Borgarnesi”

Um 70 manns sóttu íbúafund sem haldinn var í Borgarnesi s.l. þriðjudag. Auk þess var streymt  beint frá fundinum en um 120 manns horfðu á í beinni útsendingu. Um 920 manns hafa horft á streymið síðan en bent er á að enn er hægt að horfa á fundinn inn á Facebook síðu sveitarsfélagsins.

Til viðbótar gafst gestum á fundinum sem og þeir sem heima sátu tækifæri á að senda inn fyrirspurnir beint á sveitarstjórnafulltrúa sem sátu fyrir svörum. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að fundagestir, í Hjálmakletti og heima gátu tengst fundinum í gegnum vefsíðuna slido. Þar var hægt að senda inn fyrirspurn sem birtist á skjá fyrir aftan sveitarstjórnafulltrúa. Þeim fyrirspurnum var svaraði ásamt spurningum úr sal.

Á fundinum kynnti Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri fjárhagsáætlun 2020. Að því loknu fóru forsvarsmenn Íslenska Gámafélagsins og Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri yfir fyrirhugaðar breytingar í úrgangsmálum en söfnun og eyðing dýraleifa af lögbýlum hefst 1. febrúar og söfnun lífræns úrgangs frá öllum heimilum í Borgarbyggð hefst 1. apríl næstkomandi.

Þess má geta að undanfarna daga hefur Borgarbyggð staðið fyrir fundaröð í sveitarfélaginu þar sem íbúum hefur verið kynnt áðurnefndar breytingar í úrgangsmálum. Vel hefur verið mætt á fundina sem er mjög ánægjulegt. Síðasti fundurinn var haldinn í Logalandi í gærkvöldi. Aðrir fundir hafa farið fram í Lyngbrekkur, í Þinghamri, í Borgarnesi og á Hvanneyri

Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim sem sáu sér fært að mæta á fundina.

Hér má nálgast glærur frá fyrirlesurum


 Kynningarfundur í Lyngbrekku

Kynningarfundur í Logalandi

Íbúafundur í Borgarnesi

Kynningarfundur í Þinghamri

 

 

 

 


Share: