Fjölbreytt verkefni á skipulagsdegi skóla

janúar 17, 2019
Featured image for “Fjölbreytt  verkefni á skipulagsdegi skóla”

Í skólum Borgarbyggðar  voru unnin fjölbreytt verkefni á skipulagdegi þann 16. janúar sl.

Ebba Guðný Guðmundsdóttir hélt námskeið fyrir matráða leikskóla og grunnskóla og aðstoðarmenn þeirra og  fjallaði um ofnæmi og óþol hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Eldaðir voru m.a. grænmetisréttir og rætt um næringarinnihald matar.

Persónuverndarfulltrúi Borgarbyggðar fræddi starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar um vinnslu persónuupplýsinga og geymslu í ljósi nýrra persónuverndarlaga.

Starfsmenn barnaverndar heimsóttu nokkra skóla með fræðslu um barnavernd og aðbúnað barna.

Skólabragur var einnig til umræðu í skólunum og unnið að skipulagi og undirbúningi kennslu.

Skipulagsdagar leikskóla og grunnskóla á starfstíma nemenda eru fimm innan skólaársins. Hlutverk skipulagsdaga er að gefa starfsfólki skóla tækifæri til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem ekki verða unnin meðan nemendur eru til staðar, s.s. fræðslu, símenntun, samráð og skipulagsvinna.


Share: