Fimm grenndarstöðvar í Borgarbyggð verða fjarlægðar um næstu mánaðarmót (júlí – ágúst 2014). Það eru eftirfarandi stöðvar.
– Stöðin á Heydalsafleggjaranum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi gegnt Hraunholtum, en þeim eina gámi sem er á staðnum verður bætt við á grenndarstöðina við Lindartungu til að þjónusta sumarhúsasvæðin í nágrenninu.
– Stöðin við Vatnshamra í Andakíl, en þeim eina gámi verður bætt við grenndarstöðina á Hvanneyri.
– Stöðin við félagsheimilið Valfell verður fjarlægð og þeim eina gámi sem er þar komið fyrir á gámastöðinni við Valbjarnarvallaafleggjarann.
-Stöðin við Baulu verður fjarlægð og ekki áætlað að flytja þá gáma á aðra grenndarstöð.
– Síðasta stöðin sem verður fjarlægð í þessum áfanga verður stöðin við Dalmynni í Norðurárdal.