
Dagskráin verður sem hér segir:
1. Ferguson-lestin um Andakíl
Urmli Fergusona fornra og nýrra verður ekið skrúðakstri um Andakíl. Lagt upp frá safninu á Hvanneyri um kl. 13.00 og komið þangað aftur milli kl. 15.00-16.00. Haukur Júlíusson verður skrúðakstursstjóri.
2. Söguganga um Hvanneyrarstað
Lagt verður af stað kl. 14.00 frá Safni/Ullarseli við gamla Hvanneyrarhlaðið. Sögumaður verður Bjarni Guðmundsson. Gangan tekur um 45 mínútur.
3. Safnarúta Sæmundar
Fornrútan hans Sæmundar Sigmundssonarekur á milli Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri og Veiði- og sögusafnsins í Ferjukoti milli kl. 13.30-16.00. Gestir geta keypt sér far með þessari einstöku bifreið og kíkt á bæði söfnin. Um er að ræða elstu langferðabifreið landsins í höndum eins reyndasta bílstjóra héraðsins, Halldórs Brynjólfssonar.
Landbúnaðarsafnið (Búvélaasafnið) á Hvanneyri verður opið frá kl. 12.00-17.00. Aðgangur er ókeypis, en frjáls framlög þegin. Ullarselið er opið og hressingu er að fá í Kollubúð.
Þá má nefna að ókeypis aðgangur verður að sýningunni um Pourquoi-pas? í Englendingavík í Borgarnesi þennan dag. Opið verður frá kl. 13.00-18.00.