Ferðaþjónusta í burðarliðnum

september 28, 2007
Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar látið fé af hendi rakna í sjóð til kaupa á bíl fyrir fatlaða og eldri borgara. Sjóðurinn hefur verið í vörslu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, sem nú hefur fest kaup á bíl til þessa verkefnis. Um er að ræða sérútbúinn bíl sem auðveldlega getur flutt einstaklinga sem bundnir eru notkun hjólastóls.
Bíllinn mun þjóna bæði íbúum Dvalarheimilisins, eldri borgurum og fötluðum sem búa á eigin heimili.
Fyrirhugað er að sveitarfélagið sjái um rekstur bílsins. Verið að vinna að mótun ramma um þjónustuna.

Share: