Félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Bifröst.

september 24, 2004
 
Í gær var opnuð félagsaðstaða fyrir unglinga í 7. – 10. bekk sem búa á Bifröst og nágrenni.
Mikil hátíð var og fjölmenni þegar unglingarnir fengu loksins sína eigin félagsmiðstöð sem eflaust verður mikið notuð í vetur.
Það er Íbúaráð Bifrastar með Hjalta Rósinkrans Benediktsson í broddi fylkingar sem hafa drifið þessa aðstöðu upp ásamt
foreldrum og unglingum sjálfum. Viðskiptaháskólinn á Bifröst á húsnæðið og ætla foreldrar að sjá um gæslu til skiptis þegar opið er.
Nú er það unglinganna að skipuleggja innra starf í félagsmiðstöðinni. 12 unglingar eru á unglingastiginu en unglingar úr 7. bekk fá líka aðgang að félagsmiðstöðinni tvisvar í viku.Unglingar til hamingju með aðstöðuna nú er það ykkar að starfið í henni verði öflugt.
ij.

 

Share: