Félagsleg þjónusta í sveitum Borgarbyggðar

desember 12, 2000

Steinunn Ingólfsdóttir hefur f.h. félagsþjónustu Borgarbyggðar staðið fyrir könnun á þjónustuþörf aldraðra í sveitum Borgarbyggðar.

Alls var spurningarlisti sendur til 53 einstaklinga, af þeim svöruðu 26 eða 49%. Því miður verður það að teljast frekar dræm þátttaka og kannski erfitt að meta þörfina út frá því. Þó má kannski gera ráð fyrir að þeir sem svöruðu ekki eru þeir sem ekki hefðu hug á að nýta sér þjónustuna og sáu sér ekki hag í að svara spurningunum.

Alls svöruðu 11 konur og 15 karlar, 77% af þeim sem svöruðu eru yngri en 80 ára. 54% af þeim sem svöruðu búa með maka/sambúðaraðila og 42% búa einir.

Spurt var hvort heimkeyrsla á matvöru úr verslun myndi nýtast. Af þeim sem svöruðu töldu 26% að það myndi nýtast, sumir vikulega en aðrir hálfsmán. eða sjaldnar. 74% töldu ekki að það myndi nýtast.

Einnig var spurt hvort viðkomandi myndi nýta sér félagsstarf ef það væri í boði í nágrenninu og þá var spurt hvert viðkomandi myndi fara í félagsstarf. Af þeim 26 sem svöruðu í könnuninni voru það 15 sem töldu sig geta nýtt félagsstarf, eða 58%. Alls voru það 28% af þeim sem myndu fara í Þinghamar á Varmalandi ef þar væri félagsstarf í boði og 22% völdu samkomuhúsið við Þverárrétt. Einnig urðu fyrir valinu Lyngbrekka, Borgarnes, Valfell, Hreðavatnsskáli og Munaðarnes, en í mun minna mæli.

Aðeins 2 af 25 sem svöruðu spurningunni um hvort þeir færu í félagsstarfið í Borgarnesi sögðust fara hálfsmánaðarlega eða sjaldnar. Sex einstaklingar svöruðu að þeir myndu fara ef boðið væri upp á akstursþjónustu


Share: