Fallegt í Borgarnesi

júlí 21, 2017
Featured image for “Fallegt í Borgarnesi”

„Ef ég hefði átt að lýsa Borgarnesi í byrjun 20. aldarinnar, hefði ég sagt, að það væri versti staður á Íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, alltaf vont veður, stormur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu uppi á einhverju stóru pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði ég að Borgarnes er eitthvert fegursta kaupstaðarstæði á Íslandi, útsýnið dýrðlegt, sólarlögin fallegri en í sjálfri Reykjavík og veðrið alltaf gott, að minsta kosti þegar ég kem þangað“ er haft eftir ónefndum aðila í Byggðinni við Brákarpoll, sögu Borgarness 1 eftir Egil Ólafsson og Heiðar Lind Hansson sem kom út fyrr á þessu ári. Paul Fontaine og Varvara Lozenko lýsa Borgarnesi á sinn hátt í fallegum texta og einstökum myndum í www.grapevine.is þar sem þeir hvetja aðra til að ganga um Borgarnes og njóta fegurðarinnar.

 

 

 

 


Share: