Endurskipulag á stjórnsýslu og markaðs- og kynningarmál

janúar 18, 2007
Hólmfríður Sveinsdóttir hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð. Helstu verkefni hennar eru endurskipulagning á stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins, markaðs- og kynningarmál, upplýsingamiðlun, atvinnu- og ferðamál. Hólmfríður er í leyfi frá störfum sínum við Háskólann á Bifröst þar sem hún hefur sinnt sérfræðistörfum. Hún er með meistarapróf í evrópskri opinberri stjórnsýslu frá Katholieke Universiteit Leuven og BA próf í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.
 
 

Share: