Endurnýjun á opnum leiksvæðum í Borgarbyggð

ágúst 19, 2008
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á síðastliðnu ári að veita 10 milljónum á ári næstu 3 árin í endurnýjun á opnum leiksvæðum í Borgarbyggð. Framkvæmdasviði ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að koma með tillögur að nýjum leiktækjum sem og nýjum leiksvæðum sem kæmu til framkvæmda á þessu ári.
Framkvæmdasvið gerði það að tillögu sinni að við Böðvarsgötu yrði gert nýtt leiksvæði en við Kjartansgötu, Borgarvík og Hrafnaklett yrðu leiktæki endurnýjuð. Þessi tillaga var svo samþykkt í byggðarráði nú í byrjun sumars.
Nú er svo komið að leiktækin eru komin í „hús“ og er verið að setja þau saman þessa dagana og þeim verður svo komið fyrir á sínum stað í framhaldi af því. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar umrædd leiksvæði eru staðsett innan Borgarness.
 

Share: