Sparkvöllurinn sem þökulagður var í fyrra á leiksvæðinu í Sandvíkinni hefur nú verið tekinn í notkun með nýjum mörkum og mjúku grasi. Er þetta himnasending fyrir unga og duglega sparkunnendur en heimsmeistarakeppnin veldur því að þeir þurfa sjálfir að fara yfir marga góða takta sem sjást á skjánum um þessar mundir og kemur þá sparkvöllurinn sér vel.