Eldvarnargetraun

febrúar 12, 2019
Featured image for “Eldvarnargetraun”

Ísak Kári, nemandi í þriðja bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri var á dögunum dreginn út sem vinningshafi í eldvarnagetraun Landsambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Slökkviliðsmenn fara í aðdraganda jólaföstu í heimsókn til allra nemenda í þriðja bekk í grunnskólum landsins þar sem þeir ræða við börnin um hættuna af eldinum og varnir og viðbrögð ef hætta steðjar að. Börnin fá í hendur fræðsluefni til lestrar og verkefni til úrlausnar með spurningum sem þau senda síðan til LSS þar sem dregið er úr réttum lausnum og verðlaun eru veitt þeim sem hafa heppnina með sér. Verðlaunin voru bakpoki, viðurkenningarskjal og reykskynjari frá Landsambandi slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar Ísak Kári tók á móti verðlaunum sínum úr hendi Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar.


Share: