Þann 18. nóvember sl. hófst hér í Borgarbyggð eldvarnaátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar hélt fræðslu fyrir nemendur í 3. bekk og í beinu framhaldi fór hópurinn út þar sem Heiðar Örn Jónsson, eldvarnarfulltrúi tók á móti krökkunum og fór yfir brunavarnir og eldhættur. Átakið hófst síðan formlega þegar Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri slökkti eld með slökkvitæki.
Á næstu dögum munu slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í átakinu þar sem lögð verður áhersla á að heimili séu vel búin eldvarnarbúnaði eins og reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnateppi.
Mynd: Magnús Magnússon