Næstkomandi þriðjudag, þann 7. nóvember, verður haldinn nokkuð sérstakur fyrirlestur fyrir nemendur grunnskólanna og aðstandendur þeirra. Þetta er fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara um einelti og verður hann sendur út í gegnum internetið og sýndur á tjaldi. Hér er eiginlega um tvo fyrirlestra að ræða, annar er fluttur að morgninum fyrir nemendur skólanna og hinn er kl. 20 fyrir hina fullorðnu. Þegar þessi frétt er skrifuð er alla vega vitað að Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli taka þátt í þessu og er fyrirlesturinn á vegum þess fyrrnefnda í Óðali í Borgarnesi en hins síðarnefnda í Hriflu á Bifröst. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er kr. 1.000.