Það er lögreglumaðurinn Gunnar, sem Ólafur Darri Ólafsson leikur, í þættinum Mannaveiðum sem lætur eftirfarandi orð falla við félaga sinn Birki þegar hann sér Borgarnes. ,,Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes“. Þeir félagar eru að koma niður á Seleyrina og nálgast Borgarnes og það veldur þessari hungurtilfinningu hjá Gunnari sem verður til þess að þeir stoppa í Hyrnunni á leið sinni í Dalina. Og víst er um það að Gunnar er ekki sá eini sem verður svangur við að sjá Borgarnes ef litið er til þess hversu mannmargt er alltaf á bensínstöðvatorfunni við brúarsporðinn í Borgarnesi þá daga sem landinn er á faraldsfæti eins og nú um nýliðna páska.
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir