Íbúar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi hafa komist að samkomulagi við börn og starfsfólk á leikskólanum Uglukletti um gagnkvæmar heimsóknir. Heimilisfólk á DAB mun heimsækja leikskólann öðru hvoru í vetur og segja börnunum sögur og miðla fróðleik frá gamalli tíð. Á móti munu börnin af Uglukletti kíkja í heimsókn á dvalarheimilið og fá að kynnast því hvað þar er verið að sýsla á daginn í leik og starfi. Meðfylgjandi mynd er frá fyrstu heimsókn barnanna, mánudaginn 28. september síðastliðinn.